Önnur sýningin í sýningaröðinni SJÓNHEYRN á Vesturvegg Skaftfells verður opnuð kl.17.00 laugardaginn, 28. júní. Að þessu sinni eru það hljóðlistamaðurinn Nicholas Brittain og myndlistarmaðurinn Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir sem leiða saman hesta sína.
Tónskáldið Nicholas Brittain kynnir nýtt verk Polar Bear Cycle. Þess má geta að verk eftir Nicholas, Kyrie Eleison Cycles var frumflutt á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju á síðasta ári. Það verk var síðasti þáttur í röð verka sem Nicholas kallar “strictly a sound-art tape piece”. Innblástur þeirra verka var spennan sem samhengið milli hugmyndafræði goðsagna og rökfræða myndar.
Áslaug Íris vinnur innsetningu á Vesturvegginn samansetta af málverkum á pappa og litaflötum sem tengjast – út í rýmið inn á vegginn. Hefðbundin skilgreining ,,málverks“, ,,skúlptúrs“ og ,,innsetningar“ mást út, þar sem útkoman er annaðhvort allt ofantalið eða ekkert af því.
Sýningastjórar á Vesturveggnum sumarið 2008 eru Ingólfur Örn Arnarsson og Elísabet Indra Ragnarsdóttir.