Home » 2009

700.is Hreindýraland 2009

Opnun sunnudaginn 22. mars kl.20; sýningarstjóraspjall á undan:

Eva Olsson & Jonas Nilsson / AVS, Art Video Screening (Örebro Festival) (SWE)
Samtals 51 mínúta.
14 myndir. Eftir listamenn frá: Hollandi, Svíþjóð, Póllandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Þau eiga bæði verk þar.

www.artvideoscreening.se

Videó- og kvikmyndahátíðin www.700.is  Hreindýraland verður haldin í fjórða sinn á Fljótsdalshéraði og nágrenni 21. – 28.mars næstkomandi.
Þessi tilrauna-kvikmyndalistahátíð verður haldin með nýju sniði að þessu sinni, þar sem ákveðið var að nú skyldi sjónum beint að videó-innsetningum. Því munu 7 listamenn, eða pör, vinna slíkar innsetningar í Sláturhúsið á Egilsstöðum, en einnig hafa verið valin 4 prógrömm frá gestasýningastjórum sem verða sýnd í nágrenninu meðan hátíðin stendur; á Eiðum, í Skaftfelli á Seyðisfirði, á Skriðuklaustri og í Þekkingarsetri Austurlands á Egilsstöðum. Fyrirhugað er að halda stærri hátíð (með fleiri listamönnum, námskeiðum o.s.frv. eins og verið hefur til þessa) annaðhvert ár, en hafa hana lágstemmdari með meiri innsetningum hitt árið.