Gjörningar í Tvísöng.
Spring’s Call of Nature eftir Styrmir Örn Guðmundsson. Styrmir er maður frásagna og gjörninga auk þess sem hann syngur, býr til hluti og teiknar. Hann laðast að hinu fjarstæðukennda að því leytinu til að hann hefur ástríðu sem jaðrar við þráhyggju fyrir hinu fáránlega, bjánalega eða skrítna, en á sama tíma hefur hann blítt og hugulsamt viðhorf gagnvart því: hann hugsar vel um hið fjarstæðukennda, hann hjálpar því að þroskast, hann gefur því rými þar sem það getur bæði orkað stuðandi og þægilegt. Styrmir stundaði listnám í Amsterdam og í kjölfarið hefur hann unnið á alþjóðlegum vettvangi bæði í galleríum og leikhúsi. Hann býr í Varsjá.
Ymur þula er gjörningur og tónverk þar sem leitast er meðal annars við að hljóðgera mynstur sem notað var við að muna þulur og kvæði eftir Ástu Fanney Sigurðardóttur. Efniviður verksins eru meðal annars raulandi þuluskáld. Íslensk munnleg geymd er könnuð og sett í nýjan búning. Ásta fæddist árið 1987. Hún útskrifaðist með B.A. próf í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2012 og hélt sína fyrstu einkasýningu ári síðar. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis og komið fram bæði á ljóða- og tónlistarhátíðum. Hún vinnur oft á mörkum tónlistar, hljóðlistar, gjörninga og ljóða og tvinnar gjarnan saman hinum ýmsu miðlum.
Hluti af Samkoma handan Norðanvindsins og LungA.