Laugardaginn 22. september verður til sýnis afrakstur úr Printing Matter sem er þematengd vinnustofa á vegum Skaftfells í samstarfi við Tækniminjasafn Austurlands.
Þetta er þriðja skiptið sem Printing Matter er hleypt af stokkunum. Að þessu sinni taka sjö listamenn hvaðanæva úr heiminum þátt í vinnustofunni sem hófst í byrjun september og stendur í þrjár vikur.
Ferlið hefur verið með svipuðu sniði og áður, en lögð er áhersla á bókverk og ólíkar prentaðferðir sem og skapaður vettvangur fyrir þekkingarskipti, samtal og samstarf milli þátttakenda. Leiðbeinendur eru Åse Eg Jørgensen og Litten Nystrøm.
Síðustu vikur hefur hópurinn notið fallegra haustlita sem prýða fjörðinn og mikið hefur verið lagt upp úr göngutúrum í nágrenninu á milli þess sem þau vinna að bókverkagerð.
Sýningin fer fram í Tækniminjasafninu á Seyðisfirði milli kl. 16:00-18:00. Allir velkomnir og í boði verður aðstaða fyrir börn að spreyta sig á einfaldri prentun.
Vefsíður listamanna
Camille Lamy (Kanada)
Katherine Leedale (Bretland)
Miriam McGarry (Ástralía)
Nathalie Brans (Holland)
Pauline Barzilai (Frakkland)
Rosie Flanagan (Ástralía/Slóvenía)
Wilma Vissers (Holland)