Prentvinnustofan er nýtt samstarfsverkefni Skaftfells og Listaháskóla Íslands með sama fyrirkomulagi og Vinnustofan Seyðisfjörður en hins vegar með áherslu á prentmiðilinn. Nemendur frá LHÍ koma og dvelja á Seyðisfirði í tvær vikur og nýta sér prentaðstöðu sem í boði er í frðinum auk þess sem hópurinn setur upp færanlega prentaðstöðu í sýningarsal Skaftfells sem er jafnframt vinnuaðstaða þeirra. Dvöl þeirra lýkur svo með sýningu í sýningarsalnum sem stendur í nokkrar vikur. Áhersla er lögð á að nemendur nýti tímann til að öðlast dýpri skilning á prentferlinu og kynnast lykilhugmyndum við útfærslu prentverka undir handleiðslu starfandi myndlistarmanna og sérfræðinga í grafík.
Leiðbeinendur Prentvinnustofunnar er Sigurður Atli Sigurðsson, myndlistarmaður og kennari við LHÍ. Geta má að Sigurður Atli var í hópi nemanda frá LHÍ sem tók þátt í Vinnustofunni Seyðisfjörður árið 2011.
Fyrri námskeið og sýningar:
2020: Pressa