Skaftfell tekur þátt í nýju alþjóðlegu verkefni sem hefst í nóvember 2021 og verður í gangi til 2024.
Við erum mjög spennt fyrir samstarfi okkar við Nordic Alliance of Artists’ Residencies on Climate Action (NAARCA) sem er leitt af Cove Park (Skotlandi) og Saari Residence (Finnlandi). Aðrir þátttakendur eru Artica Svalbard (Svalbarð, Noregi), Baltic Art Center (Visby, Svíþjóð), Arctic Culture Lab (Ilulissat, Grænlandi) og Art Hub Copenhagen (Danmörku). Saman munu þessar aðilar vinna við rannsóknir, listframleiðslu, aðlögun stofnana og fræðslu almennings á tímum loftlagsbreytinga.
Fyrsti fundur samstarfsaðila var haldinn í Cove Park 1.-3. nóvember þar sem lagðar voru línur fyrir framtíðarsamstarf, verkefni, umboð verkefna, gestavinnustofur og viðburði. Öllum þátttakendum var síðan boðið að taka þátt í málþinginu Turbulence / Emergence / Enchantment sem fór fram í Cove Park 4.-7. nóvember.
Þriggja ára verkefnið NAARCA er styrkt af Kone Foundation og Nordic Culture Fund.
Hægt er að kynna sér verkefnið nánar á: https://old.skaftfell.is/en/projects/nordic-alliance-of-artists-residencies-on-climate-action-naarca-2021-2024/