Sunnudaginn 7. ágúst kl. 16:30, Herðubreið
Skaftfell býður Rachel Simmons gestalistamann ágústmánaðar hjartanlega velkomna! Rachel mun opna sýningu á verki sínu FLOCK í gallery Herðubreiðar og halda kynningu á verkum sínum og námskeiði sem hún mun bjóða uppá síðar í ágúst fyrir börn og foreldra á Seyðisfirði.
Rachel Simmons er Bandarískur listkennari sem kennir prentlist og bókagerð við Rollins College í Winter Park, Flórída. Hún hóf listkennslu feril sinn eftir að hafa hlotið MFA gráðu í listmálun og teikningu frá Louisiana State University. Rachel sérhæfir sig í bókagerð og prentun og er listsköpun hennar innblásin af bæði umhverfis aktívisma og persónulegum frásögnum. Með félagslegri afstöðulist (e. socially engaged art), biður hún þátttakendum samfélags að hugsa á gagnrýnin og skapandi hátt um samband okkar við náttúruna. Í óþreytandi forvitni um náttúruna og okkar sambandi við hana vinnur hún gjarnan með fræðimönnum og öðrum úr hennar nærsamfélagi í listsköpun sinni. Hún hefur ferðast til Suðurskautsins, Íslands, Namibíu, Galapagos Eyja og margra þjóðgarða í Bandaríkjunum til að rannsaka umhverfismál sem snúa að verkum hennar.
FLOCK (Fuglager) er félagslegt afstöðulistaverkefni Rachel Simmons sem hvetur samfélög til að sjá sín daglegu samskipti við nærliggjandi fugla sem tækifæri til listsköpunar. Verkið samanstendur af meira en hundrað mismunandi skuggamyndum fugla, prentaðar með háþrykki af þátttakendum í prentsmiðjum um öll Bandaríkin. Djörf mynstrin og ríkir litir tákna skapandi val hvers þátttakanda, en sama mynda fuglarnir í gerinu sameiginlega tjáningu á sambandi okkar við náttúruna. Hægt er að fræðast meira um verkefnið með því að heimsækja www.rachelsimmons.net. Rachel mun bjóða upp á þessa tvíþættu listasmiðju fyrir börn og foreldra sem felur í sér fuglaskoðun og prentgerð síðar í ágúst á Seyðisfirði.