7. desember opnaði sýningin Gardening of Soul: Introduction í House of Arts, Ústi nad Labem, Tékklandi. Sýningin er sú fyrsta í röð sýninga og gestavinnustofa sem eru afrakstur alþjóðlega samstarfsverkefnisins Gardening of Soul: In Five Chapters, sem Skaftfell tekur þátt í ásamt átta öðrum stofnunum frá Hong Kong, Króatíu, Ítalíu, Suður-Afríku, Þýskalandi, Austurríki og Úkraínu. Verkefnið er leitt af House of Arts.
Skaftfell lagði til tvö verk á þessa sýningu, innsetningu sem sýnir Tvísöng (Lukas Kühne, 2012) og bókverk sem skrásetur samfélagsverkefnið Hafnargarð (2012-áframhaldandi). Bæði listaverkin eru staðsett á Seyðisfirði.
„Með því að nota heimildarmyndaform eða enduruppsetningar sýnir sýningin listaverk sem voru fyrst og fremst hugsuð fyrir almenningsrými og sem viðbragð við félagslegum aðstæðum sem hafa áhrif á, ákvarða eða þróa eðli tiltekins svæðis og gæði notkunar þess af samfélaginu. Þessi listrænu verkefni eru í eðli sínu innblásin af lönguninni til að byggja ímyndaða garða sem staðir sameiginlegrar ábyrgðar og staðfestu, til að umbreyta þeim vanræktu og rotnandi í blómlega og sjálfbæra.“ (útdráttur úr fréttatilkynningu)
Frekari upplýsingar um Gardening of Soul verkefnið má finna her: https://old.skaftfell.is/verkefni/gardening-of-soul-in-five-chapters-2022-2024/