Home » 2012

ALKEMISTI: SKÍTAGULL

23. júlí – 8. ágúst
Bókabúð-verkefnarými / Reaction Intermediate

Seyðisfjarðar arkíf – sjálfbærni og samfélag

Listamannahópurinn Skæri Steinn Blað stendur fyrir tveggja vikna dagskrá í Bókabúðinni – verkefnarými. Fyrri vikan var helguð fyrirlestrum og spjalli sem mynduðu grunninn að dagskrá seinni vikunnar sem mun einkennast af uppákomum þar sem fólk deilir með sér þekkingu og öðlast jafnvel um leið nýja færni.

 

1.-3. águst

Tangó á tveim klukkutímum: Elfa Hlín Pétursdóttir kennir grunnatriði í tangó. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Rakarastofa: Lærið að klippa hárið á öllum fjölskyldumeðlimum. Klipping innifalin í kennslunni. Meðlimir Skæri Steinn Blað klippa og kenna.

Uppskifta-skipti-klúbbur – Skæri Steinn Blað opna uppskiftabækurnar. Allir hvattir til að mæta með sínar eigin uppskriftir til að deila þekkingu og leyndarmálum. Ljósritunarvél á staðnum. Boðið verður upp á léttar veitingar.

 

 

 

Skæri Steinn Blað er samvinnuverkefni þriggja myndlistakvenna á Seyðisfirði sem framleiða ýmsa muni úr staðbundnu hráefni, taka að sér hönnunarverkefni og leggja sérstaka áherslu á endurvinnslu og sjálfbærni. Vinnustofa þeirra, sem er staðsett á Norðurgötu 8, er vettvangur viðburða og miðlunar á verkefnum félagsskaparins og verður þar að auki starfrækt verslun eftir þörfum og eftirspurn.

Verkefnið er hluti af sumarsýningarröð Skaftfells 2012 Reaction Intermediate.