LISTMUNAUPPBOÐ SKAFTFELLS

Listmunauppboð Skaftfells MenningarmiðstöðvarFöstudaginn 17. febrúar klukkan 16:00 verður listmunauppboð í versluninni LIBORIUS á Mýrargötu.

Verkin verða til sýnis frá og með föstudeginum 9.febrúar

**********************
Skaftfell Menningarmiðstöð á Seyðisfirði heldur listmuna uppboð í Reykjavíkurborg. Verkin verða til sýnis í vikutíma fram að uppboði í LIBORIUS, verslun Jóns Sæmundar að Mýrargötu. Uppboðið fer fram laugardaginn 17. febrúar klukkan fjögur og uppboðshaldari er Egill Helgason.

Boðin verða upp verk 37 listamanna sem hafa allir komið að sýningarhaldi Skaftfells með einum eða öðrum hætti. Skaftfell hefur staðið fyrir metnaðarfullu sýningarhaldi á hátt í áratug og á uppboðinu má finna verk eftir helstu kanónur íslensk myndlistarlífs sem og yngri listamenn, innlenda og erlenda. Ágóði uppboðsins verður nýttur til frekari uppbyggingar Skaftfells Menningarmiðstöðvar.

Skaftfell er Miðstöð myndlistar á Austurlandi. Árlega er á bilinu fimm til sjö sýningar í sýningarsal Skaftfells en að auki eru fjölmargar sýningar haldnar á Vesturveggnum, galleríi í Bistrói Skaftfells. Sýningarnefnd Skaftfells leggur metnað sinn í að sýningarhald menningarmiðstöðvarinnar gefi góða mynd af samtímalistinni auk þess að bjóða uppá sýningar á hefðbundnari verkum inn á milli. Að auki er í Skaftfelli gestavinnustofa þar sem listamenn geta dvalist í lengri eða skemmri tíma við vinnu sína. Seyðisfjörður hefur á undanförnum árum getið sé gott orð sem kjörlendi fyrir myndlistarmenn að sýna verk sín eða vinna að list sinni. Skaftfell er án efa miðpunktur þess starfs og mikilvægur griðarstaður myndlistarinar í dreifðari byggðum landsins.

Boðin verða upp verk eftir eftirtalda listamenn:
Anna Líndal
Aðalheiður Eysteinsdóttir
Bernt Koberling
Birgir Andrésson
Bjarni Þór Sigurbjörnsson
Björn Roth
Carl Boutard
Daði Guðbjörnsson
Davíð Örn Halldórsson
Dieter Roth
Elín Helena
Erling Klingenberg
Garðar Eymundsson
Georg Guðni
Guðjón Ketilsson
Halla Dögg Önnudóttir
Halldór Ásgeirsson
Hallgrímur Helgason
Haraldur Jónsson
Hildigunnur Birgisdóttir
Húbert Nói
Hulda Hákon
Inga Jónsdóttir
Jón Laxdal
Jón Óskar
Kristján Guðmundsson
Kristján Steingrímur
Kristofer Taylor
Margrét M. Norðdahl
Ómar Stefánsson, Bjarni Þórarinsson og Goddur
Pétur Kristjánsson
Pétur Már Gunnarsson
Sigurður Guðmundsson
Sirra Sigrún Sigurðardóttir
Tumi Magnússon
Þórarinn Hugleikur Dagssons
Þrándur Þórarinsson