Gestavinnustofur Skaftfells: Auglýst eftir umsóknum fyrir dvöl árið 2014

Umsóknarfrestur til 1. september 2013

Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi starfrækir þrjár gestavinnustofur á Seyðisfirði. Gestavinnustofurnar eru fyrst og fremst fyrir myndlistarmenn, en umsóknir frá listamönnum sem vinna á milli miðla eða í faggreinum er tengjast myndlist verða teknar til greina. Umsóknir frá hópum og fjölskyldum eru einnig vel séðar.

Gestavinnustofum Skaftfells er ætlað að stuðla að samfélagi listamanna og heimamanna, veita listamönnum rými til vaxtar og sköpunar í litlu samfélagi með óteljandi möguleikum og búa í haginn fyrir skapandi samræður milli listarinnar og hversdagsins.

Þátttakendur stýra sjálfir sínu sköpunar- eða rannsóknarferli með stuðningi og ráðgjöf frá starfsfólki Skaftfells. Þátttakendum er velkomið að taka þátt í fræðslustarfi Skaftfells, með listamannaspjalli, kynningum eða vinnusmiðjum fyrir nemendur Seyðisfjarðarskóla eða íbúa.

Tekið er á móti umsóknum frá 1. júní ár hvert og umsóknarfrestur rennur út 1. september. Ekki er tekið á móti umsóknum á öðrum tímum.

Dvalartími er frá 1 upp í 6 mánuði, en mælst er til að listamenn sæki um tvo mánuði.

Hægt er að sækja um þrjár dvalar leiðir:

  • Sjálfstæð dvöl í 1-6 mánuði, enginn styrkur í boði
  • Tveggja mánaða dvöl með styrk fyrir Norræna eða Baltneska ríkisborgara
  • Gestavinnustofa með styrk fyrir þýska ríkisborgara

Allar frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Skaftfells: www.old.skaftfell.is/gestavinnustofur
Einnig má hafa samband gestavinnustofufulltrúa, Litten Nyström, í síma 472 1632 og residency@old.skaftfell.is.

Goethe Logo.gif

KKN_lo-res-en