Á sunnudaginn verða viðburðir í tengslum við sumarsýning Skaftfells RÓ RÓ. Dagskráin hefst í Hafnargarðinum og færist síðan yfir í bakgarð Skaftfells.
Dagskrá kl. 15:00
Gunnhildur Hauksdóttir endurflytur gjörningin Manntal í Hafnargarðinum. Verkið, sem nú telur um tæplega 500 nöfn, hefur verið leiðrétt og endurbætt frá það var flutt í fyrra skiptið, á opnun RÓ RÓ þann 17. júní.
Raftónlistarmaðurinn Auxpan, aka Elvar Már Kjartansson, flytur eigið efni í bakgarði Skaftfells. Elvar hefur starfað við raftónlist í yfir tíu ár og hefur komið víða við á því sviði.
Daníel Karl Björnsson flytur gjörningin Fjallræða, sem inniheldur meðal annars blöðrur, gúmelaði og sitthvað fleira.
Að lokum Garðveisla Fjallkonunar sem er vettvangur fyrir hverskonar innlegg og uppákomur þar sem öllum gefst færi á að deila hverju því sem hugur þeirra girnist: gjörningar, tónlist, pönnukökur, skúlptúrar, leikrit, te, lófalestur, leikir… garðurinn er opin og Fjallkonan bíður alla velkomna. Fyrsta garðveislan fór fram árið 2004 og var hún haldin árlega til 2011.
Hluti af sumarsýningu Skaftfells RÓ RÓ.