Sem hluti af Sequences VII mun Skaftfell sýna nýju heimildarmyndina Breaking the frame um heiðurslistamann hátíðarinnar Carolee Schneemann (1939). Schneemann er ein af framsæknustu myndlistarmönnum samtímans og í hópi þeirra listamanna sem umbreyttu skilningi samfélagsins á myndlist. Hún er einna þekktust fyrir feminíska gjörninga sína en í þeim tekst hún á við boð og bönn samfélagsins gagnvart líkamanum, kynhneigð og birtingu kynjanna. Hún hefur brotið upp formið í listheiminum í yfir 50 ár.
Myndin verður sýnd í Herðubreið, aðgangseyrir er 1.000 kr.
Lengd: 100 min
Leikstjórn: Marielle Nitoslawska