Bókabúðin-verkefnarými
Opnun miðvikudaginn 26. ágúst kl. 17:00
Við, fimmtán manna hópur listamanna, hönnuða, rithöfunda og tónlistamanna, vorum svo lánsöm að fá að dvelja tímabundið yfir rigningasumarið í Nielsenshúsi á Seyðisfirði.
Kveikjan var til að byrja með kommúnu og útópíu lifnaðarhættir en það breyttist fljótt þegar við hófum að búa saman, elda, þrífa, lesa og skapa sama listaverk í breytilegum samsetningum og rými sem var takmarkað.
Vikulega voru haldnar „Kjallara sýningar” þar sem einn sameiginlegur miðill var kannaður (teiknun, ljósmyndun, höggmyndir, myndbönd, upplestur, garður) og kynntur fyrir almenningi.
Kjallarinn varð að fundarstað, dansgólfi, verkstæði og staður fyrir íhugun, úrvinnslu og skoðanaskipti.
Óhjákvæmilega breyttast bjartir dagar og ljósar nætur í árstíðaskiptunum og rólega mætir myrkrið okkur þegar við sjáum fyrir endan á þessum lífsmáta, sem mætti kalla útópískan með öllum sínum göllum og breytileika.
Einu sinni en komum við saman sem hópur í Bókabúðinni-verkefnarými. Verkin sem verða til sýnis urðu til á þessu tveggja mánaða vinnustofutímabili af okkar eigin frumkvæði.
Nokkir meðlimir hafa nú þegar yfirgefið borgarumhverfið en við erum hamingjusöm að vera hér enn.
Barbara, Michi, Felix, Yu, Hao, Jirka, Ben, Adriana, Selina, Marianne, Gregory, Patrick, Björn, Sara og Ruth
Sýning er opin daglega frá 14:00-18:00 til 30. ágúst.
Verkefnið er styrkt af: