Lokahnykkurinn í tékkneska, norska og íslenska samstarfsverkefninu Frontiers of Solitude fór fram dagana 4.- 6. febrúar í Prag. Þá var opnuð sýning á verkum eftir 19 listamenn og efnt til málþings þar sem rýnt var í og borin saman sjónarhorn og reynsla þátttakenda. Verkefnið Frontiers of Solitude beinir sjónum sínum að þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í landslagi og náttúru og veltir upp spurningum útfrá því að maðurinn sé rétt að stíga upp úr iðnbyltingarlífstíl sínum, gildum þessa og áhrifum á náttúruna.
Listamenn: Finnur Arnar Arnarson (IS), Karlotta Blöndal (IS), Gunhild Enger (NO), Þórunn Eymundardóttir (IS), Monika Fryčov (CZ/IS), Tommy Hvik (NO), Elvar Már Kjartansson (IS), Alena Kotzmannov (CZ), Iselin Lindstad Hauge (NO), Julia Martin (DE/IS), Vladimr Merta (CZ), Pavel Mrkus (CZ), Greg Pope (NO), Kristín Rúnarsdóttir (IS), Ivar Smedstad (NO), Vladimir Turner (CZ), Robert Vlask (CZ), Diana Winklerov (CZ), Martin Zet (CZ)
Ljósmyndir: Dominik Žižka
Bæði sýningin og málþingið eru hluti af verkefninu Frontiers of Solitude sem er fjármagnað með styrk úr Uppbyggingarsjóði EES frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi fyrir menningararf og samtímalistir. Verkefnið er sameiginlegt frumkvæði Školská 28 Gallery (Deai/setkání), Atelier Nord og Skaftfells – myndlistarmiðstöð Austurlands á Íslandi.
Nánari upplýsingar: http://frontiers-of-solitude.org/ eða http://skolska28.cz/