Þetta er í fimmta sinn sem færustu og hæfustu nemendum Listaháskólans ásamt gestanemum gefst kostur á að nýta sér þá frábæru fyrirmyndar aðstöðu sem Seyðisfjarðarbær hefur upp á að bjóða. Nemendurnir njóta faglegra leiðbeininga starfsmanna Vélsmiðjunnar Stálstjörnur, Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar hf., trésmiða og annarra fag- og atvinnumanna bæjarins.
Heiti sýningarinnar Austrumu kontakts vísar til upplifunar og tilfinninga listafólksins á umhverfi Seyðisfjarðar sem svo endurspeglast í listsköpuninni. Sýningin sameinar hina óteiknivæddu tæknivæddu íslensku kynslóð og hinn akademíska lettneska skóla. Áhrifin eru þannig heimilis- og vinaleg, ívafin ögn af einföldum barnaleik og yfirnáttúrulegum hugguleika og óhugguleika. Tjá sýnendur þessar tilfinningar sínar í miðla á borð við skúlptúr, hreyfi- og ljósmyndir, hljóð, innsetningar, gjörninga og teikningar.
Heiða Harðardóttir, Hye Joung Park, Karl Ómarsson, María Kjartansdóttir, Ólöf Helga Helgadóttir og Sunna Guðmundsdóttir frá Íslandi, Ilze Zaceste og Zile Davidsone frá Lettlandi.
Sýningarstjóri og leiðbeinandi: Björn Roth.