Leiðsögn

Leiðsögn fyrir hópa um sýninguna „Hnallþóra í sólinni“

Leiðsögn fyrir hópa um sýninguna „Hnallþóra í sólinni“

Skaftfell býður upp leiðsögn fyrir hópa um sýninguna „Hnallþóra í sólinn“. Nánar er hægt að lesa um sýninguna hér. Í leiðsögninni er veitt innsýn í líf og list Dieters Roth, með áherslu á grafík- og bókverk. Nálgun Dieters við sköpunarferlið, tæknilegar aðferðir og efnivið var nýstárleg, og er hann talinn með áhrifamestu listamönnum frá Evrópu, eftir seinni heimstyrjöld. Með fyrirvara er hægt er að panta pizzuhlaðborð hjá Bistró Skaftfell og fá fordrykk á meðan á leiðsögninni stendur. Annar möguleiki er að fá leiðsögn og gæða sér svo á jólahlaðborði hjá Hótel Öldunni helgarnar 22.-23. nóv, 29.-30. nóv og 6.-7. des. Lágmarkshópastærð […]

Read More

Leiðsögn og listsmiðja fyrir fjölskyldur

Leiðsögn og listsmiðja fyrir fjölskyldur

Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, fræðslufulltrúi Skaftfells, mun bjóða upp á fjölskylduleiðsögn um sýninguna „Hnallþóra í sólinni” og listsmiðju í kjölfarið. Ekkert þátttökugjald og allir velkomnir. Skráning fer fram á: fraedsla(a)old.skaftfell.is