Danssmiðja og líkamsvinna „Eðli okkar er eins og landslag, sífellt að ummyndast um leið og það leitast eftir samfellu og endingu.“ Bonnie Bainbridge Cohen Zdenka Brungot Svíteková (NO/SK) er gestalistakona Skaftfells í águst og september. Hún er dansari, danshöfundur og kennari. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í dansi frá Academy of Music and Dramatic Arts Bratislava, Slóvakíu. Verk Zdenku eiga rætur sínar að rekja til rannsókna hennar á hreyfingu í tengslum við djúpstæðan áhuga hennar á líkamanum. Í augum Zdenku er líkaminn vettvangur rannsókna, skilnings og minninga; hann kennir, miðlar og geymir upplýsingar. Eitt af leiðarstefum í listrænni nálgun hennar er […]
Námskeið og smiðjur fyrir fullorðna
Ritsmiðja – Skapandi skrif #2
Vegna fjölda áskoranna hefur verið ákveðið að endurtaka ritsmiðjuna Skapandi skrif undir handleiðslu Nönnu Vibe Spejlborg Juelsbo, rithöfund, blaðamann og ritstjóra, en smiðjan er haldin í samstarfi við Skaftfell. Nanna hefur rekið Útvarp Seyðisfjörður síðan 2016 og hefur nýlega tekið við sem forstöðumaður Bókasafns Seyðisfjarðar. Í ritsmiðjunni, sem er ætluð 18 ára og eldri, mun Nanna bjóða upp á tilraunakenndan og ljóðrænan leiðangur um tungumálið. Umgjörð smiðjunnar: Á sex vikna tímabili munu þátttakendur hittast einu sinni í viku og kafa ofan í undirdjúp skapandi skrifa. Í hverri kennslustund verður einblínt á sérstakt þema eða viðfangsefni til að rannsaka innan textamiðilsins, […]