Lærðu í eitt skipti fyrir öll að nota fínu DSLR myndavélina þína. Grunnnámskeið þar sem farið verður yfir helstu tæknilegu stillingar stafrænnar DSLR myndavélar og grunnatriði myndbyggingar. Leiðbeinandi er Nikolas Grabar. Námskeiðið fer fram á ensku en kennslugögn verða á íslensku auk orðalista yfir helstu tækniorð sem verða bæði á ensku og íslensku. Innifalið í námskeiðinu er ein útprentuð ljósmynd hvers nemenda auk kennslugagna. Hvenær: Fimmtudag 12. maí & föstudag 13. maí 16:30-19:30 Laugardag 14. maí 13:00-16:00 Fimmtudag 19. maí & föstudag 20. maí 16:30-19:30 Laugardag 21. maí 13:00-16:00 Laugardag 28. maí 06:00-10:00 Hvar: Á Seyðisfirði Námskeiðsgjald: 20.000 kr. Skráning: […]
Námskeið og smiðjur fyrir fullorðna
Minimalist Composition (I+II)
Laugardaginn 9. maí og sunnudaginn 10. maí, kl. 12:00-14:00 Minimalist Composition (I+II) er námskeið undir handleiðslu kanadíska listamannsins Raza Rezai, sem er gestalistamaður Skaftfell um þessar mundir. Á námskeiðinu er lögð áhersla á þjálfun ljósmyndunar sem byggist á fagurfræði naumhyggju, minimalism. Svigrúm verður fyrir umræður, ásamt að veita og þiggja endurgjöf. Þátttakendur þurfa að koma með eigin myndavél, stafræna eða filmu, ekki verður notast við aðdráttarlinsur. Námskeiðið er opið öllum og engin námskeiðsgjöld.