Námskeið og smiðjur fyrir börn og ungmenni

/www/wp content/uploads/2017/10/teikninamskeid haust 2017

Teikninámskeið, fyrir 12 ára og eldri

Í byrjun nóvember hefst 5 vikna teikninámskeið fyrir áhugasama og forvitna teiknara. Námskeiðið er í boði fyrir 12 ára og eldri, líka fullorðna. Áhersla verður lögð á að kynna og þjálfa mismunandi tækni og teiknistíla. Æfingarnar fela meðal annars í sér að fínstilla sjón og skynjun, virkja hægra heilahvelið, finna eigin stíl og teikna módel. Athugið að námskeiðið fer fram á ensku en leiðbeinandinn skilur ágætlega íslensku. Aldur: 12 ára og eldri. Líka fullorðnir! Tímabil: 6. nóvember – 6. desember, mánudaga og miðvikudaga kl. 15:00-16:30 Fjöldi kennslustunda: 15 klst. Staðsetning: í myndmenntastofu Seyðisfjarðarskóla Leiðbeinandi: Litten Nyström Verð: 15.000 kr. Innifalið […]

Read More

/www/wp content/uploads/2016/04/djupivogur 840

Örlistanámskeið fyrir börn

Föstudaginn 21. október mun gestalistamaður Skaftfells, bandaríska listakonan Morgan Kinne, halda örlistanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-10 ára þeim að kostnaðarlausu. Allir eru velkomnir að taka þátt meðan pláss leyfir. Hanna Christel, fræðslufulltrúi Skaftfells, verður Morgan til halds og trausts og mun aðstoða við að yfirfæra fyrirmælin á íslenska tungu. Námskeiðið fer fram á 3. hæð Skaftfells kl. 13:00-15:00. Þátttakendur eru beðnir um að mæta í fötum sem mega subbast út.