Í byrjun nóvember hefst 5 vikna teikninámskeið fyrir áhugasama og forvitna teiknara. Námskeiðið er í boði fyrir 12 ára og eldri, líka fullorðna. Áhersla verður lögð á að kynna og þjálfa mismunandi tækni og teiknistíla. Æfingarnar fela meðal annars í sér að fínstilla sjón og skynjun, virkja hægra heilahvelið, finna eigin stíl og teikna módel. Athugið að námskeiðið fer fram á ensku en leiðbeinandinn skilur ágætlega íslensku. Aldur: 12 ára og eldri. Líka fullorðnir! Tímabil: 6. nóvember – 6. desember, mánudaga og miðvikudaga kl. 15:00-16:30 Fjöldi kennslustunda: 15 klst. Staðsetning: í myndmenntastofu Seyðisfjarðarskóla Leiðbeinandi: Litten Nyström Verð: 15.000 kr. Innifalið […]
Fræðsla
Landslag og hljóðmyndir
Landslag og hljóðmyndir heitir fræðsluverkefni Skaftfells veturinn 2017-2018 og hverfist um útilstaverkið „Tvísöng“ á Seyðisfirði sem er eftir þýska listamanninn Lukas Kühne. Á þessu ári eru einmitt fimm ár síðan hljóðskúlptúrinn var afhjúpaður og hefur hann allar götur síðan hlotið góðar viðtökur, bæði af heimamönnum og erlendum gestum. Það er því ekki úr vegi að kynna þennan gagnvirka hljóðskúlptúr nánar fyrir ungum íbúum Austurlands. Í listsmiðjunni sem fer fram í september munu nemendur rannsaka virkni hljóðs og náttúrunnar. Meðal þeirra hugtaka sem verða skoðuð eru form, rými, endurvarp og skynjun. Sveiflumyndun hljóðs myndar oft samhverft sjónrænt munstur, líkt og við […]