Seyðisfjörður hefur undanfarna mánuði verið að undirbúa endurkomu sólarinnar. Á síðasta ári var ljósinu fagnað á sjónrænan máta með hátíðinni List i Ljósi og verður hún endurtekin núna í ár. Í aðdraganda hátíðarinnar skipulagði Skaftfell listsmiðju í Seyðisfjarðarskóla með áherslu á ljós og myrkur. Listakonurnar Hrafnhildur Gissurardóttir og Laura Tack leiddu smiðjuna sem var í boði fyrir 1. – 6. bekk, alls 43 nemendur. Útkomuna má skoða og upplifa á sýningu í gömlu bókabúðinni, Austurvegi 23, laugardaginn 25. feb kl. 19:30. Þrír nemendahópar fengu eina viku til að vinna með Hrafnhildi og Lauru. Í vinnuferlinu var safnað hugmyndum, farið í leiki […]
Fræðsla
Vinnustofan Seyðisfjörður 2017
Vinnustofan Seyðisfjörður er tveggja vikna námskeið á vegum Dieter Roth Akademíunar fyrir útskriftarnema úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Námskeiðið hefur verið haldið sautján sinnum, síðan 2001, undir leiðsögn Björns Roth og Kristjáns Steingríms Jónssonar. Þátttakendur í ár eru: Ágústa Gunnarsdóttir, Bára Bjarnadóttir, Camilla Patricia Reuter, Elísabet Birta Sveinsdóttir, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, Heiðrikur Brynjolfur T á Heygum, Ieva Grigelionyté, Katrín Kristjánsdóttir, Kristín Dóra Ólafsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Valgerður Ýr Magnúsdóttir, Veigar Ölnir Gunnarsson, Ylfa Þöll Ólafsdóttir, Ýmir Grönvold & Þorgils Óttarr Erlingsson. Á námskeiðinu er lögð er áhersla á að nemendur kynnist aðferðafræði svissneska listamannsins Dieter Roth og geti nýtt […]