Fræðsla

/www/wp content/uploads/2016/04/djupivogur 840

Örlistanámskeið fyrir börn

Föstudaginn 21. október mun gestalistamaður Skaftfells, bandaríska listakonan Morgan Kinne, halda örlistanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-10 ára þeim að kostnaðarlausu. Allir eru velkomnir að taka þátt meðan pláss leyfir. Hanna Christel, fræðslufulltrúi Skaftfells, verður Morgan til halds og trausts og mun aðstoða við að yfirfæra fyrirmælin á íslenska tungu. Námskeiðið fer fram á 3. hæð Skaftfells kl. 13:00-15:00. Þátttakendur eru beðnir um að mæta í fötum sem mega subbast út.

/www/wp content/uploads/2016/11/20161101 101903

Dagar myrkurs – Leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla

Leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla sýnir verk nemenda sem þau unnu m.a. í tengslum við þema List án landamæra; list fyrir skynfærin. Nemendur unnu með snertingu, áferð, litablöndun, hlustun og hljóm í tengslum við myndsköpun. Einnig verður til sýnis afrakstur verkefnisins Plastfljótið, undir handleiðslu Ólöfu Bjarkar Bragadóttur. Plastfljótið – Listmenntun til sjálfbærni – Þátttökulistsköpun “Markmið verkefnisins er að benda á leiðir um það hvernig má nýta listsköpun til þess að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi sjálfbærrar þróunar og reyna með því að leita leiða til að minnka vistspor okkar hér á jörðu og vernda náttúruna. Með verkefninu er leitast við að vekja […]

Read More