Fræðsla

/www/wp content/uploads/2016/10/munnleggeymd 2016

Munnleg geymd og kortlagning minninga

Hvað er munnleg geymd? Hvernig birtist fyrirbærið okkur í dag ólíkt fyrri tímum þar sem fólk reiddi sig nær eingöngu á eigið minni til að koma frásögnum og þekkingu til skila? Fræðsluverkefni Skaftfells veturinn 2016-2017 er farandlistsmiðja sem ferðast á milli austfirskra grunnskóla. Hugtakið munnleg geymd verður krufið bæði í tengslum við gamla og nýja tíma og í kjölfarið skoðað hvað gerist þegar munnleg geymd er skrásett bæði í formi hljóðupptöku og á sjónrænan hátt. Nemendur munu vinna verkefni þar sem þeir fá að kafa ofan í sinn eigin minninga- og frásagnarbanka þar sem útgangspunkturinn er staður í þeirra nágrenni […]

Read More

/www/wp content/uploads/2016/09/hector 2016

Tómtómrúm: hljóðsmiðja með Héctor Rey

Hvert rými býr yfir sínu eigin hljómkerfi og hefur marga mismunandi eiginleika: hljóðheimur hvers rýmis er afmarkaður; það býr yfir eigin tíðni sem hefur áhrif á hljóðin sem sköpuð eru innan þess; það umbreytir hljóðum umheimsins á sama tíma og það er hluti hans að litlu leyti. Í hljóðsmiðjunni mun listamaðurinn Héctor Rey (ES) leiða þátttakendur í gegnum þá áskorun að staðsetja hljóð í samfelldu tímarúmi með því að nota rýmið sem innihald og upphafspunkt, virkja það og draga úr áhrifum þess með sameiginlegri hljóðmyndun sem verður búin til á staðnum. Þátttakendum er frjálst að koma með hljóðfæri eða tæki sem mynda […]

Read More