Fræðsla

Konungur norðursins

Konungur norðursins

Í ár unnu nemendur í 2.-7. bekk í Seyðisfjarðarskóla með þema hátíðarinnar List án landamæra á Austurlandi “hreindýr”. Þau fengu til sín Ólaf Örn Pétursson hreindýraleiðsögumann sem upplýsti þau um sögu og lifnaðarhætti hreindýra á Íslandi. Með þessar upplýsingar í farteskinu unnu þau ýmist að tvívíðum eða þrívíðum verkum og verður afraksturinn til sýnis í Bókabúðinni – verkefnarými að Austurvegi 23. Leiðbeinendur voru Þorkell Helgason smíðakennari við Seyðisfjarðarskóla og Hanna Christel Sigurkarlsdóttir fræðslufulltrúi Skaftfells. Sýningin verður einnig opin fimmtudaginn 14. maí, Uppstigningadag, milli kl 12:00-18:00.

Minimalist Composition (I+II)

Minimalist Composition (I+II)

Laugardaginn 9. maí og sunnudaginn 10. maí, kl. 12:00-14:00 Minimalist Composition (I+II) er námskeið undir handleiðslu kanadíska listamannsins Raza Rezai, sem er gestalistamaður Skaftfell um þessar mundir. Á námskeiðinu er lögð áhersla á þjálfun ljósmyndunar sem byggist á fagurfræði naumhyggju, minimalism. Svigrúm verður fyrir umræður, ásamt að veita og þiggja endurgjöf. Þátttakendur þurfa að koma með eigin myndavél, stafræna eða filmu, ekki verður notast við aðdráttarlinsur. Námskeiðið er opið öllum og engin námskeiðsgjöld.