Stafrænt handverk er verkefni sem hannað var fyrir 5.-7. bekk og lagði áherslu á sköpun, endurvakningu gamals handverks, vísindalega nálgun og sjálfbærni. Nemendur lærðu að búa til eigin litarefni og málningu úr hráefnum sem finna má í nærumhverfi. Að því loknu var notast við snjalltækni til að yfirfæra litinn á stafrænt form. Samhliða vinnuferlinu settu nemendur sig í spor rannsakenda og skrásettu hvert stig ferilsins. Heimildunum var svo miðlað í gegnum samfélagsmiðla og þannig gátu nemendur í mismunandi bæjarfélögum verið í gagnvirkum samskiptum hvert við annan. Stafrænt handverk er öllum aðgengilegt á veraldarvefnum og er þátttaka gjaldfrjáls. Verkefnið er unnið […]
Fræðsla
Myrkrasýning
Nemendur úr myndmenntarvali, 6. – 9. bekk Seyðisfjarðarskóla, sýna verkefni sem tengjast hrollvekju . Sýningin er hluti af Afturgöngunni og Dögum myrkurs.