Fræðsla

Í lit

Í lit

Fimmtudaginn 17. apríl Sýning eftir nemendur úr 7. – 10. bekk í Seyðisfjarðarskóla undir leiðsögn Litten Nystrøm. Til sýnis verða málverk máluð með heimatilbúinni málningu og litarefni búin til úr efnivið frá nærumhverfi.

Gleymdar þjóðsögur

Gleymdar þjóðsögur

Landamærin sem voru könnuð vísa í máltakið hvað ungur nemur gamall temur. Þjóðsagan var leituð uppi í huga einstakinga sem eru að týna heimi sínum og minningum í Alzheimer-sjúkdómnum. Viðtöl voru tekin við vistmenn Norðurhlíðar á sjúkrahúsi Seyðisfjarðar um heiminn sem þau upplifðu sex ára að aldri. Elstu nemendur úr leiksskólanum Sólvöllum, Seyðisfirði, hlustuðu á minningarnar, túlkuðu og sköpuðu þennan skuggaleik. Listamennirnir eru Brynjar Smári, Dagný Kapitóla, Hilmir Bjólfur, Linda Björk, Júlía Steinunn, Úlfur og Vilmar Óli. Leiðbeinandi er Halldóra Malin. Viðburðurinn er hluti af árlegu listahátíðinni List án landamæra.