3. desember 2022, Prent Verk Seyðisfjörður, Öldugata 14 Skaftfell býður krökkum og ungmennum upp á prentsmiðju í vinnustofu Prent Verk Seyðisfjörður. Leiðbeinandi er Linus Lohmann. Laugardaginn 3. des, kl. 10 – 16 Prentsmiðja fyrir 8 ára og eldri. Takmarkað pláss – skráning á fraedsla@old.skaftfell.is Mismunandi prenttækni verður kynnt svo sem linocut og monoprint og búin verður til innpökkunar pappír úr kartöflu stimplum. Þátttakendur eru beðnir að koma með nesti með sér. Sunnudaginn 4. des, kl. 12 – 16 Sýning á afrakstri smiðjunnar á hinum árlega jólamarkað í galleríi Herðubreiðar, þar sem þátttakendur geta sótt verkin sín að sýningu lokinni. Verkefnið […]
Fræðsla
Keramik smiðjur fyrir krakka og ungmenni
Skaftfell býður krökkum og ungmennum upp á keramik smiðjur helgina 19.-20. nóvember í stúdíói Heima, Austurvegi 15, Seyðisfirði (gengið inn að framan). Leiðbeinandi er Rikke Høgenhof. Laugardaginn 19. nóvember kl. 12-16 Skrímslasmiðja fyrir 5-10 ára Skrímsli verða mótuð úr steinleir og máluð. Foreldrar eru velkomnir með. Listaverkin verða svo brennd af Rikke í vikunni og hægt verður að sækja þau í Heima laugardaginn 26. nóvember milli 14-15 þar sem haldin verður sýning á öllum verkunum. Sunnudaginn 20. nóvember kl. 12-16 Ljós og skuggar smiðja fyrir 11-15 ára Ljós og skuggar koma í ljós við gerð kertastjaka. Notast verður við handmótunaraðferðina […]