Skaftfell í samstarfi við Bókasafn Seyðisfjarðar kynnir ritsmiðju um skapandi skrif. Leiðbeinandi er Nanna Vibe Spejlborg Juelsbo rithöfundur, blaðamaður og ritstjóri. Nanna hefur rekið Útvarp Seyðisfjörður síðan 2016 og hefur nýlega tekið við sem forstöðumaður Bókasafns Seyðisfjarðar. Í ritsmiðjunni, sem fer miðuð fullorðnum og fer fram á ensku, mun Nanna bjóða upp á tilraunakenndan og ljóðrænan leiðangur um tungumálið. Umgjörð smiðjunnar: Á sex vikna tímabili munu þátttakendur hittast einu sinni í viku og kafa ofan í skapandi skrif. Hver kennslustund mun einblína á sérstakt þema eða viðfangsefni til að kanna innan textamiðilsins, þjálfa mismunandi tækni við flæðiskrif, takmörkuð skrif, persónusköpun […]
Fræðsla
Nína og Gunnlaugur – Alls konar landslag
Útgangspunktur verkefnisins er sýning á verkum Nínu Tryggvadóttur (1913-1968) og Gunnlaugs Schevings (1904-1972) sem ber heitið Alls konar landslag. Nemendum í 5.-7. bekk víðsvegar af Austurlandi verður boðið í leiðsögn um sýningu Skaftfells og listasmiðju sem er hugsuð sem kveikja að stærra verkefni sem nemendur munu vinna í kjölfarið t.d. í myndmenntatímum. Leiðbeinandi er Oddný Björk Daníelsdóttir, listfræðingur. Verkefnið skiptist í þrjá hluta: I. Hluti: Leiðsögn og listsmiðja í Skaftfelli Nemendur munu kynnast verkum Nínu og Gunnlaugs, skoða þau í samhengi við listasöguna og jafnframt kryfja innihald, tjáningarform og listræna þróun þessara tveggja listamanna. Nína og Gunnlaugur voru samtímamenn en […]