Framundan

TRIPTYKON innsetning eftir LungA skólan

TRIPTYKON innsetning eftir LungA skólan

Sunnudaginn 24. mars opnar LungA skólinn innsetningu í sýningarsal Skaftfell. Innsetningin er hluti af TRIPTYKON lokasýningu nemenda á listabraut sem fer fram á þremur mismunandi stöðum í bænum. Byrjað verður með samkomu í Skaftfelli klukkan 12:00 þar sem stór sameiginleg innsetning mun opna ballið með bjöllu. Sameiginlega innsetningin er bending í átt að samtengja praxís innan listnáms LungA School vorið 2024. Tveir langir armar munu teygja sig í gegnum rýmið og líkja eftir keri eða íláti fyrir verk sem sveima um efnin gagnsæi, síur og ógagnsæi.

Listaháskólanemar opna myndlistarsýningu í Skaftfelli

Listaháskólanemar opna myndlistarsýningu í Skaftfelli

Hópur þriðja árs myndlistarnema úr Listaháskóla Íslands dvelja nú á Seyðisfirði og vinna hörðum höndum að sýningu sem opnar í Skaftfelli, Listamiðstöð Austurlands, föstudaginn 26. janúar kl 17.00. Þau dvelja á staðnum í tvær vikur, kynnast fólki og aðstæðum og vinna að list sinni. Þau heimsækja m.a. bræðsluna, fiskvinnsluna, LungA-skólann, vinnustofur listamanna og Geirahús, auk þess að kynnast heimamönnum og sögu staðarins. Mörg listamannanna eru að vinna með Seyðisfjörð sjálfan, söguna og landslagið, fundið efni af svæðinu, ljósmyndir og málverk af heimamönnum og fjöllum. Eftir sögustund Péturs Kristjánssonar vaknaði t.a.m. áhugi á fjarskiptasögu Seyðisfjarðar og morskóðun. Það stefnir í lifandi flutning á opnuninni með nýstofnuðum Morskór, jafnvel með aðkomu heimamanna. Allir eru […]

Read More