Olivia Louvel er bresk listakona, tónskáld og rannsakandi, fædd í Frakklandi. Hún vinnur með raddir, tölvugerða tónlist og stafrænar frásagnir. Verk hennar eru upptökur, gjörningar, hljóðinnsetningar og vídeólist. Vinna hennar byggist á langvinnum rannsóknum á röddum, sungnum og töluðum, og hvernig megi vinna stafrænt með þær til tónsmíða. Hún er í doktorsnámi við Brighton-háskóla og rannsakar samspil raddar og skúlptúrs við hljóð- og myndlistadeild skólans. Árið 2020 endurhljóðsetti hún upptöku eftir breska skúlptúristann Barböru Hepworth og beitti lögmálum skúlptúrsins á rödd Hepworth til að stjórna áferð hennar, afhjúpaði sjálft raddefnið sem leiddi oft til abstrakt útkomu. The Sculptor Speaks var […]
Fréttir
Velkomin Victoria Torboli!
Skaftfell býður hjartanlega velkomna Victoriu Torboli, finnskan listanema við listadeild Satakunta-nytjavísindaháskólans í Kankaanpää, Finnlandi, sem hefur hlotið Erasmus-styrk til að vinna á Íslandi í sumar. Victoria mun starfa sem safnvarðarlærlingur, taka á móti gestum í Skaftfell-galleríinu og veita upplýsingar um sýningu The Arctic Creatures, Skaftfell og opinber listaverk á Seyðisfirði. Hún mun einnig aðstoða við smiðjur og sumarnámskeið.