Listmunauppboð Skaftfells MenningarmiðstöðvarFöstudaginn 17. febrúar klukkan 16:00 verður listmunauppboð í versluninni LIBORIUS á Mýrargötu. Verkin verða til sýnis frá og með föstudeginum 9.febrúar ********************** Skaftfell Menningarmiðstöð á Seyðisfirði heldur listmuna uppboð í Reykjavíkurborg. Verkin verða til sýnis í vikutíma fram að uppboði í LIBORIUS, verslun Jóns Sæmundar að Mýrargötu. Uppboðið fer fram laugardaginn 17. febrúar klukkan fjögur og uppboðshaldari er Egill Helgason. Boðin verða upp verk 37 listamanna sem hafa allir komið að sýningarhaldi Skaftfells með einum eða öðrum hætti. Skaftfell hefur staðið fyrir metnaðarfullu sýningarhaldi á hátt í áratug og á uppboðinu má finna verk eftir helstu kanónur íslensk […]
Fréttir
Framkvæmdir í Skaftfelli !
Nú standa yfir framkvæmdir í Bistrói Skaftfells sem miðar að því að ná löglegri lofthæð svo aftur megi töfra fram dýrindis máltíðir fyrir gesti og gangandi. Framkvæmdum lýkur í byrjun mars en þær eru skrásettar af miklum ákafa Bjarna Þórs Sigurbjörnssonar og mun hann sýna myndir frá framkvæmdum hér á netinu á allra næstu dögum!