Fréttir

Gardening of Soul: Introduction – Sýningaropnun í House of Arts

Gardening of Soul: Introduction – Sýningaropnun í House of Arts

7. desember opnaði sýningin Gardening of Soul: Introduction í House of Arts, Ústi nad Labem, Tékklandi. Sýningin er sú fyrsta í röð sýninga og gestavinnustofa sem eru afrakstur alþjóðlega samstarfsverkefnisins Gardening of Soul: In Five Chapters, sem Skaftfell tekur þátt í ásamt átta öðrum stofnunum frá Hong Kong, Króatíu, Ítalíu, Suður-Afríku, Þýskalandi, Austurríki og Úkraínu. Verkefnið er leitt af House of Arts. Skaftfell lagði til tvö verk á þessa sýningu, innsetningu sem sýnir Tvísöng (Lukas Kühne, 2012) og bókverk sem skrásetur samfélagsverkefnið Hafnargarð (2012-áframhaldandi). Bæði listaverkin eru staðsett á Seyðisfirði.  „Með því að nota heimildarmyndaform eða enduruppsetningar sýnir sýningin listaverk […]

Read More

Listasmiðja: DINNER & A MOVIE 

Listasmiðja: DINNER & A MOVIE 

Laugardaginn 10. desember, kl. 11:00 – 18.30, Herðubreið, Seyðisfirði Skaftfell býður upp á smiðju í vídeó gjörningalist og innsetningu fyrir 14-18 ára, laugardaginn 10. desember í Herðubreið, Seyðisfirði. Leiðbeinendur eru Bobbi Salvör Menuez og Quori Theodor. Smiðjan DINNER & A MOVIE sameinar vídeó gjörninga-listasmiðju með Bobbi fyrir hádegi og tilrauna eldamennsku sem gagnvirkan skúlptúr með Quori seinnipartinn. Smiðjunni lýkur með sýningu á myndbands verkum morgunsins ásamt matnum sem búin er til saman í boði fyrir þátttakendur og gesti þeirra. Vídeó gjörningur: í sameiningu munum við skapa hliðar sjálf, í tilraun til skapandi sjálfskönnunar. Við munum skapa þessa karaktera út frá tilvísunum […]

Read More