Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á listamannaspjall og tónleika með gestalistamönnum Skaftfells í febrúar: Solveigu Thoroddsen, Frederik Heidemann, Þóri Frey Höskuldssyni og Fjólu Gautadóttur. Sunnudaginn 25. febrúar kl 16.00 í sýningarsal Skaftfells. Þar fáum við að líta á og leggja við hlustir á það sem listamennirnir hafa unnið að undanfarnar vikur. Um er að ræða málverk, hljóðverk og rannsóknir. Viðburðurinn fer fram á ensku og kaffi og kleinur verða í boði. Klukkan 17.00 munum við ganga yfir í Seyðisfjarðarkirkju þar sem Frederik Heidemann mun flytja píanóverk eftir Colette Roper sem upprunalega voru gefin út af Dieter Roth Verlag. Öll velkomin. […]
Fréttir
Bátur, setning, þriðjudagur
Sýningin ‘Bátur, setning, þriðjudagur’ er afrakstur tveggja vikna dvöl myndlistarnema úr Listaháskóla Íslands á Seyðisfirði þar sem hópur nemenda á þriðja ári hafa unnið hörðum höndum undir leiðsögn Gunnhildar Hauksdóttur myndlistamanns. Gunnhildur dvaldi sjálf á Seyðisfirði árið 2001 ásamt samnemendum sínum í LHÍ þegar sambærileg vinnustofudvöl var haldinn í fyrsta sinn undir handleiðslu Björns Roth. Mörg listamannanna eru að vinna með Seyðisfjörð sjálfan, söguna og landslagið, fundið efni af svæðinu, ljósmyndir og málverk af heimamönnum og fjöllum. Eftir sögustund Péturs Kristjánssonar vaknaði t.a.m. áhugi á fjarskiptasögu Seyðisfjarðar og morskóðun. Það stefnir í lifandi flutning við opnun sýningarinnar, eða klukkan 18, […]