Celia Harrison hefur verið ráðin nýr forstöðumaður Skaftfells, Listamiðstöð Austurlands. Hún tekur til starfa 1. janúar næstkomandi. Celia hefur mikla reynslu og ástríðu fyrir list og hefur unnið sem listrænn stjórnandi, framleiðandi og sýningarstjóri og hefur verið búsett á Seyðisfirði síðan 2015. Hún hefur gengt lykilhlutverkum sem stjórnandi listastofnana bæði á Nýja Sjálandi og Íslandi, fyrir skemmstu hjá LungA skólanum og sem með-stofnandi af menningar- og félagsheimilinu Herðubreið ásamt listahátíðinni List í ljósi. Celia er með doktorsgráðu í list og hönnun þar sem hún lagði áherslu á að rannsaka samfélagsþróun í gegnum listsköpun á tímum loftslagsáskoranna. Í hugleiðingum um Skaftfell […]
Fréttir
Gardening of Soul: Riso Námskeið
Gardening of Soul: Riso workshop – 31/10 og 1/11 frá 16 – 19 Tveggja daga námskeið í risograph prenttækni fyrir 14 ára og eldri í Prentverk Seyðisfirði, Öldugötu 14. Námskeiðið er haldin í samstarfi við verkefnið Gardening of Soul og er kennt af gestalistamanni Skaftfells Michaela Labudová. Námskeiðið er gjaldfrjálst en pláss er takmarkað og er því nauðsynlegt að skrá sig hjá fraedsla@old.skaftfell.is. Námskeiðið verður kennt á ensku.