Gestavinnustofum Skaftfells er ætlað að stuðla að samfélagi listamanna og heimamanna, veita listamönnum rými til vaxtar og sköpunar í litlu samfélagi með óteljandi möguleikum og búa í haginn fyrir skapandi samræður milli listarinnar og hversdagsins. Gestavinnustofurnar eru fyrst og fremst fyrir myndlistarmenn, en umsóknir frá listamönnum sem vinna á milli miðla eða í faggreinum er tengjast myndlist verða teknar til greina. Umsóknir frá hópum og fjölskyldum eru einnig vel séðar. Þátttakendur stýra sjálfir sínu sköpunar- eða rannsóknarferli með stuðningi og ráðgjöf frá starfsfólki Skaftfells. Þátttakendum er velkomið að taka þátt í fræðslustarfi Skaftfells, með listamannaspjalli, kynningum eða listsmiðjum fyrir nemendur Seyðisfjarðarskóla […]
AiR tilkynningar
Auglýst eftir umsóknum frá sýningarstjórum og gagnrýnendum
Auglýst eftir umsóknum frá sýningarstjórum og gagnrýnendum sem hafa áhuga á rannsóknum og listrænum skrifum á norðurhluta Noregs, Finnlands, Svíþjóðar, Norðurvestur-Rússlands, Skotlands, Íslands og Litháen haustið 2016 og vetur 2016/2017. Gestavinnustofudvölin er hluti af verkefninu Transfer North og býður sjö sýningarstjórum og gagnrýnendum einstakt tækifæri til að heimsækja nokkra viðkomustaði í netverkinu: NOREGUR // Tromsø (Troms County Cultural Center), Bodø (Nordland Culture Center), Svolvær (The North Norwegian Artist Center), Røst (Røst AIR) Kirkenes (Pikene på Broen), Karasjok (Sami Center for Contemporary Art) // FINNLAND// Oulu (Northern Photographic Center), Rovaniemi (Northern Media Culture Association Magneetti ry) // SVÍÞJÓÐ // Boden and Luleå (Havremagasinet/Galleri Syster […]