Verkefnið Climbing Invisible Structures byggir á dvöl gestavinnustofum og sýningarröð. Það er skipulagt af Nida Art Colony of Vilnius Academy of Arts (NAC) (Litháen), í samstarfi við Office for Contemporary Art Norway, Nordic Artists’ Centre Dale (Noregi), Skaftfell – myndlistarmiðstöð Austurlands (Ísland) og Ars Communis Residency Centre YO-YO (Litháen). Sýningarstjórar eru Eglė Mikalajūnė og Samir M’kadmi. Auglýst er eftir umsóknum frá íslenskum listamönnum, umsóknarfrestur rennur út 24. maí, 2015. Þátttakendum er boðin dvöl í gestavinnustofum í Nida eða YO-YO í tvo mánuði og framleiðslustyrk fyrir nýju verki, allt að 2.800 evrur. Tímbil dvalar er annað hvort ágúst-september eða október-nóvember 2015. Einnig […]
AiR tilkynningar
Auglýst eftir umsóknum fyrir gestavinnustofudvöl 2015
Umsóknarfrestur til 1. september 2014 Umgjörðin Gestavinnustofum Skaftfells er ætlað að stuðla að samfélagi listamanna og heimamanna, veita listamönnum rými til vaxtar og sköpunar í litlu samfélagi með óteljandi möguleikum og búa í haginn fyrir skapandi samræður milli listarinnar og hversdagsins. Gestavinnustofurnar eru fyrst og fremst fyrir myndlistarmenn, en umsóknir frá listamönnum sem vinna á milli miðla eða í faggreinum er tengjast myndlist verða teknar til greina. Umsóknir frá hópum og fjölskyldum eru einnig vel séðar. Dvalartími er frá einum upp í sex mánuði, en mælst er til að listamenn dvelji í um tvo mánuði. Einnig er hægt að sækja […]