Skaftfell býður Heejoon June Yoon hjartanlega velkomna sem gestalistamann í janúar. Heejoon June Yoon er þverfaglegur listamaður og kennari. Verk hennar miða að því að afhjúpa vistfræði fáránleikans og óeðlilegs umhverfis innan nútíma samfélagsins með hljóð-og mynd miðlum. Nýleg verk Yoon fjalla um líkama, form og lögun í tenglsum við semíótískar kenningar. Hún dregur innblástur af því hvernig fjölmiðlatækni gefur nýjar leiðir til að skynja og eiga samskipti, og veldur mikið af misskilningi, og er hún að vinna að röð landslagsmynda og portrettmynda af óþekktum klumpum með gervigreind. Hún safnar gögnum vélarinnar sem unnin eru út frá hand teikningum hennar […]
AiR tilkynningar
Velkominn Jonas Bentzer
Við bjóðum Jonas Bentzer hjartanlega velkomin sem gestalistamann Skaftfells í Nóvember. Jonas vinnur hugmyndalega með skúlptúr og skúlptur sem athöfn. Verk hans geta innihaldið skilyrði fyrir, ummerki um eða verið viðvarandi athöfn. Skúlptúrarnir eru oft lifandi og eru hluti af eða mynda kerfi. Undanfarin ár hefur hann unnið að því að vinna í samstarfi við sitt ó-mannlega umhverfi. Verk hans rannsaka náttúruna og eru tilraun til að ná til, meðhöndla og skilja umhverfi okkar. Þetta gerir hann oft með því að smíða tæknilega lausnir. Oft á tíðum mjög flóknar lausnir sem líkja eftir mjög einföldum látbrögðum í náttúrunni. Með þessu […]