Skaftfell tekur þátt í nýju alþjóðlegu verkefni sem hefst í nóvember 2021 og verður í gangi til 2024. Við erum mjög spennt fyrir samstarfi okkar við Nordic Alliance of Artists’ Residencies on Climate Action (NAARCA) sem er leitt af Cove Park (Skotlandi) og Saari Residence (Finnlandi). Aðrir þátttakendur eru Artica Svalbard (Svalbarð, Noregi), Baltic Art Center (Visby, Svíþjóð), Arctic Culture Lab (Ilulissat, Grænlandi) og Art Hub Copenhagen (Danmörku). Saman munu þessar aðilar vinna við rannsóknir, listframleiðslu, aðlögun stofnana og fræðslu almennings á tímum loftlagsbreytinga. Fyrsti fundur samstarfsaðila var haldinn í Cove Park 1.-3. nóvember þar sem lagðar voru línur fyrir […]
Gestavinnustofur
Listamannaspjall – Anna Vaivare
Miðvikudaginn, 21. apríl 2021, kl. 17:00 – 18:00 í Herðubreið. „Byggingar, teiknimyndasögur og barnabækur – óhefðbundin leið til að verða listamaður“ Fyrsta listamannaspjall á árinu verður með núverandi gestalistamanni Skaftfells, Anna Vaivare, sem mun segja frá listaferli sínum sem hófst með arkitektanámi en færði sig yfir í mynd- og veggskreytingar og myndabækur og mun hún gefa okkur innsýn inn í verk sem hún er að vinna að um þessar mundir. Í boði verður kaffi og kaka og eru allir velkomnir. Vinsamlegast notið grímur. Anna Vaivare er frá Letlandi og vinnur fyrst og fremst með myndskreyti og annars konar myndasöguform. Hún […]