List í Ljósi hátið, Seyðisfirði, 13.-15. feb 2020, daglega kl 18:00-22:00. Hyun Ah Kwon (f. 1991) er myndlistarkona frá Seoul, Suður-Kóreu, sem vinnur m.a. með hljóð og prent. Hún býr og starfar í London. Hyun Ah útskrifaðist frá Central Saint Martins, London (MFA, 2018); Ewha Woman´s University í Seoul, (BA, 2015) og Global Student Program at the University of California, Davis (2014). Hún er gestalistakona Skaftfells frá janúar til mars 2020. Með þátttöku sinni í List í ljósi mun Hyun Ah sýna nýlegt verk sitt í nýju samhengi. Verkið nefnist „Innsýn“ (2018) og er videó-innsetning sem byggir á upplifun okkar á […]
Gestavinnustofur
Dagar myrkurs listamannaspjall – Ioana Popovici, Michala Paludan, Rasmus Røhling
Fimmtudaginn 31. október, kl. 16:30-18:00 á 3. hæð Skaftfells, Austurvegi 42. Í tengslum við Dagar myrkurs á Austurlandi munu listamennirnir Ioana Popovici (RO), Michala Paludan (DK) og Rasmus Røhling (DK), sem dvelja um þessar mundir í gestavinnustofu Skaftfells, bjóða upp á listamannaspjall og kynna úrval af eldri verkum auk verka sem þau eru að vinna að. Þau munum veita gestum innsýn inn í hvers vegna Seyðisfjörður varð fyrir valinu og hvernig þau nýta tímann sinn hérna við sköpun sína. Spjallið fer fram á ensku og verður haldið í listamannaíbúð Skaftfells á efstu hæð, Austurvegi 42. Boðið verður upp á kaffi, […]