Hjartanlega velkomin Moa Gustafsson Söndergaard gestalistamaður Skaftfells í maí. Verk hennar eru staðsett í kringum efni og staði sem umkringja okkur. Hún hefur áhuga á minningunum sem þessir staðir og hlutir bera með sér og hvernig þeir móta okkur og samfélag okkar. Listsköpun hennar er samblanda af stúdíóvinnu og vettvangsvinnu, þar sem hún safnar efni, myndum og hlutum frá ólíkum stöðum og notar sem útgangspunkt í verkum sínum. Hún kannar umhverfi sitt með kenningum tengdum jarðfræði og mannfræði og notar göngu sem listræna aðferð. Bæði líkamlega hlið hreyfingar en einnig hugmyndin um að kortleggja og þýða rými með líkamanum. Meðan […]
Gestavinnustofur
Veronika Geiger og Hallgerður Hallgrímsdóttir
Við bjóðum Veroniku Geiger og Hallgerði Hallgrímsdóttur hjartanlega velkomnar sem gestalistamenn Skaftfells í apríl. Myndlistarfmennirnir Veronika Geiger (Danmörk/Sviss) og Hallgerður Hallgrímsdóttir (Ísland) stunduðu báðar BA nám í ljósmyndun við Glasgow School of Art og seinna lágu leiðir þeirra aftur saman þegar Veronika fór að venja komu sína til Íslands. Þegar þær voru ráðnar til að kenna ljósmyndun saman fundur þær hvað þær voru jafn heillaðar af miðlinum. Þær nota ljósnæmni silfurs til að gera myndir af Seyðisfirði með því að nota staðbundna ‘camera obscura’ í herbergisstærð. Þannig fara þær aftur til grunnþátta ljósmyndunar ásamt því að taka sér tíma til […]