Þýska listakonan Alessa Brossmer er gestalistakona Skaftfells í apríl og maí. Þriðjudaginn 16. apríl kl. 21:00-23:00 opnar hún húsið og vinnustofu sín, í Nielsenhús (Hafnargata 14). Verkið GlowInTheDark verður til sýnis og eru allir velkomnir. Í boði verða heitir drykkir til að bræða burt veturinn og samtöl. Verkið GlowInTheDark verður sýnt í húsi sem var einu sinni í eigu sjómanns. Í stofunni má finna skínandi lífljóma (e. bioluminescence) sem er náttúrulegt fyrirbæri þar sem örverur og þörungar gefa frá sér ljós í myrkri. Þessar agnarsmáu lífverur kunna best að meta hornin í rýminu hvort sem það er uppi við loft eða […]
Gestavinnustofur
Printing Matter – Sýning #4
Laugardaginn 23. mars, kl. 16:00-18:00, í Tækniminjasafni Austurlands, Seyðisfirði. Amy Uyeda (CA), Apolline Fjara (FR), Eva Bjarnadóttir (IS), Labhaoise Ni Shuilleabhain (IE), Mary Buckland (CA), Olga Adele (LV), Shanice Tasias (CH) Laugardaginn 23. mars munu sjö listamenn sýna útkomu þeirra í tengslum við Printing Matter, sem er þematengd vinnustofa á vegum Skaftfells í samvinnu með Tækniminjasafni Austurlands. Þematengdu gestavinnustofur Skaftfells eru hugsaðar sem vettvangur til að deila þekkingu, eiga samtal og samstarf milli þátttakenda. Printing Matter er nú haldið í fjórða sinn og hefur síðustu þrjár vikur leitt saman listamenn hvaðanæva. Listamennirnir hafa, undir handleiðslu Åse Eg Jörgensen og Piotr […]