Fimmtudaginn 21. mars, kl. 19:00 – 22:00, kaffishúsið/gallerí í Herðubreið Sidsel Carré (DK) mun sýna ný málverk og verk í vinnslu sem hún hefur unnið að við vinnustofudvöl sína í Skaftfelli í febrúar og mars. Kaffihúsið verður opið og allir eru velkomnir. Um listamanninn: Sidsel Carré (DK) nam málun við Danska konunglega listaháskólann og útskrifaðist þaðan árið 2015. Við dvöl sína í gestavinnustofu Skaftfells hefur Sidsel unnið að nýjum málverkaseríum og í ferlinu hefur hún notað vatnslitapappír. Innihald seríanna byggir á spennunni á milli þess óefnislega, fallvaltleika raunveruleikans og hins tilbúna, og ferli vinnunnar sem leiðir að niðurstöðu verksins, þ.e. […]
Gestavinnustofur
Marta Hryniuk: listamannaspjall & WET kvikmyndasýning
Fimmtudaginn 21. mars, kl. 20:00-22:00 í bíósal Herðubreiðar Viðburðurinn er skipulagður af Mörtu Hryniuk ásamt WET – samvinnuhópur listamanna, staðsettur í Rotterdam, sem vinnur með vídeó og kvikmyndir (Anna Łuczak, Erika Roux, Marta Hryniuk, Nick Thomas og Sophie Bates). Marta dvelur um þessar mundir í gestavinnustofu Skaftfells. 20:00-20:45 Listamannaspjall Marta Hryniuk (PL) mun kynna nýjasta verk sitt, vídeóverk sem nefnist „Kvikmyndatökukonan“ (verk í vinnslu), sem byggir á 8 mm kvikmyndasafni fjölskyldu hennar, myndað af frænku hennar Mariu Jastrzębska á 6. og 7. áratugnum. Upptökurnar eru skrásetningar úr daglegu lífi í Póllandi þegar sósíalistar voru við völd og sýna fjölskyldufögnuði, ferðalög […]