Síðustu þrjár vikur hefur hópur alþjóðlegra listamanna tekið þátt í þematengdri vinnustofu, „Printing Matter“, þar sem prentun og bókverkagerð eru rannsökuð bæði verklega og hugmyndafræðilega. Leiðbeinandi er danska listakonan og grafíski hönnuðurinn Åse Eg Jörgensen og hefur hópurinn m.a. verið með vinnuaðstöðu á Tækniminjasafninu. Myndlistarkonan Litten Nyström hefur verið þeim innan handar. “Printing Matter” er vinnustofa þar sem áhersla er lögð á að skapa vettvang fyrir þekkingarskipti, samtal og samstarf í tengslum við prentun og bókverk og er þátttakendum uppálagt að deila úr eigin reynslubanka. Í upphafi kynntu allir bakgrunn og fyrri verk auk þess sem hver og einn útbjó og […]
Gestavinnustofur
Dvalarstyrkur 2018 í boði Goethe-Institut Dänemark
Skaftfell auglýsir, í samstarfi við Goethe-Institut Dänemark, tveggja mánaða dvalarstyrk fyrir einn þýskan listamann árið 2018. Gestavinnustofunum er ætlað að stuðla að samfélagi listamanna og heimamanna, veita listamönnum rými til vaxtar og sköpunar í litlu samfélagi með óteljandi möguleikum og búa í haginn fyrir skapandi samræður milli listarinnar og hversdagsins. Gestavinnustofurnar eru fyrst og fremst fyrir myndlistarmenn, en umsóknir frá listamönnum sem vinna á milli miðla eða í faggreinum er tengjast myndlist verða teknar til greina. Listamenn stýra sjálfir sínu sköpunar- eða rannsóknarferli með stuðningi og ráðgjöf frá starfsfólki Skaftfells. Listamenn eru hvattir til að taka þátt í fræðslustarfi Skaftfells, með listamannaspjalli, kynningum […]