Gestavinnustofur

Cristina Mariani

Cristina Mariani

Við bjóðum Cristinu Mariani hjartanlega velkomna sem gestalistamann Skaftfells í apríl og maí. Rannsóknir Mariani beinast að skynjun á jarðvegi og steinum sem óbreytanlegum og óvirkum einingum, samkvæmt tíma mannsins er það sem breytist hægt talið óhreyfanlegt. Mariani vinnur fyrst og fremst með textíl, en nýlega byrjaði hún að rannsaka lífplast, upphaflega markmið hennar var að framleiða lífgarn úr jarðvegi, síðan fór hún í átt að því að búa til teygjanlegt yfirborð sem þyrfti hvorki þráð né vefnað. Þrátt fyrir að vera tiltölulega nýtt efni eru lífplastsýni í raun eldri en flest áhöld og raftæki sem fylla okkar daglega líf: […]

Read More

Velominn Michael Soltau

Velominn Michael Soltau

Við bjóðum Michael Soltau hjartanlega velkominn í gestavinnustofu Skaftfells. Fjölmiðlaprófessorinn Michael Soltau, fæddur 1953 í Oldenburg (Þýskaland) býr og starfar í Leipzig og Varel. Í gegnum feril hans sem listamaður hefur hann kannað líkingar á milli náttúru og miðla. Hann setur þannig kastljós á ferli framsetningar í ljósmynda- og margmiðlunarsamhengi. Ímynd og framsetning, sem og skynjun okkar á heiminum sem mótuð er af myndmiðlum, eru sett í sjónræna, staðbundna sviðsetningu. Myndum, hljóðum og innsetningum er þjappað saman í staðbundna heildaryfirlýsingu sem er oft aðeins upplifuð í viðkomandi tímabundnu og staðbundnu samhengi. Ljósmyndun og myndbandslúppur taka þátt í samræðum í rýminu […]

Read More