Gestavinnustofur

Aðsókn í gestavinnustofur 2015

Tæplega 180 umsóknir bárust fyrir dvöl í gestavinnustofum Skaftfells á næsta ári en umsóknarfresturinn rann út 1. september. Sérstök valnefnd fer yfir umsóknirnar og niðurstöður liggja fyrir á næstu vikum. Á undanförnum árum hafa yfir tuttugu alþjóðlegir listamenn dvalið árleg, alls þrír listamenn í senn sem dvelja í einn mánuð eða lengur. Tilgangur starfseminnar er að styðja við sköpunarferli listamanna og veita þeim rými og tíma til að vinna að eigin listsköpun. Listamennirnir stýra sjálfir ferlinu og á meðan á dvöl þeirra stendur býðst þeim stuðningur og ráðgjöf frá starfsfólki Skaftfells. Gestalistamenn Skaftfells eru brú stofnunarinnar við alþjóðlega listheiminn og […]

Read More

Auglýst eftir umsóknum fyrir gestavinnustofudvöl 2015

Auglýst eftir umsóknum fyrir gestavinnustofudvöl 2015

Umsóknarfrestur til 1. september 2014 Umgjörðin Gestavinnustofum Skaftfells er ætlað að stuðla að samfélagi listamanna og heimamanna, veita listamönnum rými til vaxtar og sköpunar í litlu samfélagi með óteljandi möguleikum og búa í haginn fyrir skapandi samræður milli listarinnar og hversdagsins. Gestavinnustofurnar eru fyrst og fremst fyrir myndlistarmenn, en umsóknir frá listamönnum sem vinna á milli miðla eða í faggreinum er tengjast myndlist verða teknar til greina. Umsóknir frá hópum og fjölskyldum eru einnig vel séðar. Dvalartími er frá einum upp í sex mánuði, en mælst er til að listamenn dvelji í um tvo mánuði. Einnig er hægt að sækja […]

Read More