Við bjóðum Katiu Klose hjartanlega velkomna í gestavinnustofu Skaftfells í mars. Katia, fædd árið 1972 í Berlín, vinnur sem ljósmyndari og fyrirlesari í Leipzig, Þýskalandi. Kjarninn í verkum hennar er könnun á veruleikanum með tilliti til munúðlegra og ljóðrænna eiginleika hans. Eiginleiki ljósmynda sem heimild blandast saman við rannsókn á duldum tengslum mannlegrar tilveru í samræðum við umhverfi og náttúru. Í dvöl hennar á Seyðisfirði býst hún við nýjum hvötum sem auðkennast af spennu milli náttúru og sífellt vafasamri notkun siðmenningar þegar kemur að tækni og miðlun. https://www.katiaklose.com/
Gestavinnustofur
Velkomin Þórir Freyr Höskuldsson og Fjóla Gautadóttir
Skaftfell býður Þóri Frey Höskuldsson og Fjólu Gautadóttur hjartanlega velkomin sem gestalistafólk í febrúar. Fjóla er dansari, hljóðhönnuður, rithöfundur og plötusnúður. Hán hefur bakgrunn í bæði klassískum dansi og tónlist og lauk BA námi í dansi og kóreógrafíu frá HZT í Berlín árið 2019. Fjóla starfar sem hljóð hönnuður fyrir dans og gjörningalist í Berlín. Þórir er mynd- og hljóð listamaður með BA gráðu frá ArtScience Interfaculty í Royal Academy of Art í Haag. Verkin hans taka oft á sig form gjörninga í innsetningum þar sem hann blandar saman hljóði, myndum og töluðu máli. Hann stofnaði ásamt öðrum, útvarpsstöðina Útvarp […]