Gestavinnustofur

Velkomin Heejoon June Yoon

Velkomin Heejoon June Yoon

Skaftfell býður Heejoon June Yoon hjartanlega velkomna sem gestalistamann í janúar. Heejoon June Yoon er þverfaglegur listamaður og kennari. Verk hennar miða að því að afhjúpa vistfræði fáránleikans og óeðlilegs umhverfis innan nútíma samfélagsins með hljóð-og mynd miðlum. Nýleg verk Yoon fjalla um líkama, form og lögun í tenglsum við semíótískar kenningar. Hún dregur innblástur af því hvernig fjölmiðlatækni gefur nýjar leiðir til að skynja og eiga samskipti, og veldur mikið af misskilningi, og er hún að vinna að röð landslagsmynda og portrettmynda af óþekktum klumpum með gervigreind. Hún safnar gögnum vélarinnar sem unnin eru út frá hand teikningum hennar […]

Read More

Velkomin Sara Nielsen Bonde

Velkomin Sara Nielsen Bonde

Við bjóðum Söru Nielsen Bonde velkomna sem gestalistamann Skaftfells. Bonde (f.1992) frá Sønderborg í Danmörku, stundaði nám við Listaháskóla Suður-Jótlands í Danmörku og seinna við konunglega Listaháskólann í Stokkhólmi þaðan sem hún hlaut meistaragráðu árið 2019. Hún stundaði skiptinám í Noregi við Listaháskólann í Tromsö og við Listaháskóla Íslands í Reykjavík. Verk Bonde lúta að myndhöggvaralist þar sem hún vinnur með innsetningar utandyra. Hún hefur áhuga á því hvernig efni færast á milli þess að vera skilyrt af náttúru, menningu og iðnaði. Undanfarin ár hefur Bonde lokið við nokkrar varanlegar uppsetningar í Svíðjóð.