Við bjóðum Jonas Bentzer hjartanlega velkomin sem gestalistamann Skaftfells í Nóvember. Jonas vinnur hugmyndalega með skúlptúr og skúlptur sem athöfn. Verk hans geta innihaldið skilyrði fyrir, ummerki um eða verið viðvarandi athöfn. Skúlptúrarnir eru oft lifandi og eru hluti af eða mynda kerfi. Undanfarin ár hefur hann unnið að því að vinna í samstarfi við sitt ó-mannlega umhverfi. Verk hans rannsaka náttúruna og eru tilraun til að ná til, meðhöndla og skilja umhverfi okkar. Þetta gerir hann oft með því að smíða tæknilega lausnir. Oft á tíðum mjög flóknar lausnir sem líkja eftir mjög einföldum látbrögðum í náttúrunni. Með þessu […]
Gestavinnustofur
Gardening of Soul: Riso Námskeið
Gardening of Soul: Riso workshop – 31/10 og 1/11 frá 16 – 19 Tveggja daga námskeið í risograph prenttækni fyrir 14 ára og eldri í Prentverk Seyðisfirði, Öldugötu 14. Námskeiðið er haldin í samstarfi við verkefnið Gardening of Soul og er kennt af gestalistamanni Skaftfells Michaela Labudová. Námskeiðið er gjaldfrjálst en pláss er takmarkað og er því nauðsynlegt að skrá sig hjá fraedsla@old.skaftfell.is. Námskeiðið verður kennt á ensku.