2003

Woelkenwoelkenstad

Woelkenwoelkenstad er langtímaverkefni þar sem Fredie Beckmans smíðar fuglabúr sem vísa til leikrits Aristófanear um fuglana. Þetta er saga um hvernig fólk í fyrstu fórnar mat til guðanna, en síðar þegar fuglarnir hafa byggt borg í háloftunum fórna mennirnir reyk hand fuglunum. Hann hefur þegar smíðað um 300 fuglabúr og á þeim eru nöfn allra fugla í heiminum. Nöfnin eru þegar á hollensku, frönsku, og þýsku. Fyrir íslensku sýninguna gerir hann 50 fuglabúr með íslenskum nöfnum.   Fredie Beckmans er hollenskur listmatargerðarmaður. Sem listmatargerðarmaður spyr Fredie Beckmans sjálfan sig hver sé grunnur matargerðalistar. Spurningin er mikilvæg vilji maður fá meira […]

Read More

Bókmenntakynning

Rithöfundarnir Sigrún Eldjárn, Guðmundur Andri Thorsson og Sjón lesa upp úr verkum sínum. Magnús Skúlason sem er einn þriggja ritstjóra ,, Af Norskum rótum” kynnir bókina. Magnús Skúlason er arkitekt og forstöðumaður Húsfriðunarnefndar ríkisins. Aðgangseyrir kr. 1000.- Týndu augun Sigrún Eldjárn Það er alltaf þoka í sveitinni þar sem Stínu og Jonna var komið fyrir. Og þegar þau ákveða að flýja bæta úfið hraunið og dularfullur skógurinn ekki úr skák. Enda stendur Stínu hreint ekki á sama þegar hún verður viðskila við litla bráoður sinn og hrapar sjálf ofan í djúpa sprungu. Jonni var reyndar með Rekkjusvínið sitt í fanginu, […]

Read More